Fjarþjálfun / Hóp-einkaþjálfun

Við erum með þjálfunarkerfið sem hentar þér !!!

Hvernig þjálfun hentar þér?

Fjarþjálfun

Fjarþjálfun fer þannig fram í gengun netið og fullkomið app. Einstaklingurinn og þjálfari hittast, einu sinni í mánuði til að mæla, setja næstu markmið og skoða æfingaáætlun tímabilsins. Einnig er hægt að vera í fjarþjálfun án mælinga.

Nánar

Einka/hópþjálfun

Einka/hópþjálfun er þjónusta fyrir þá sem vilja æfa með öðru fólki í sama tíma. Mjög vinsælt nú til dags er að vera fleiri enn einn í sama tímanum, enda er það ódýrara enn einstaklings þjálfun, enn bíður upp á mikið aðhald.

Nánar

Þjálfarinn

Þetta er hann Kristján, hann ætlar að sjá til þess að þú komist í form. Hann kallar ekki allt ömmu sína þessi. Hann er með 22 ára reynslu að tálga og stæla þjóðina. Hann hefur unnið hörðum höndum þessi ár og ekki hefur veitt af. Ef þú skellir þér í gang í fjarþjálfun hjá Kristjáni þá eru mjög góðar líkur á því að þú gætir grennst eða stælst, eða jafnvel lent í báðu tvennu. Ef þetta er eitthvað sem þú ert tilbúinn í, þá er Kristján rétti þjálfarinn fyrir þig.

Kristján hefur verið tengdur íþróttum alla sína tíð. Kristján  hefur 22 ára starfsreynslu sem einkaþjálfari og heilsuráðgjafi. Síðustu 17 árin hefur hann starfað í Sporthúsinu með frábærum árangri. Hann fékk einkaþjálfunar réttindi hjá hinum virðulega skóla ISSA árið 1998. Hefur hann sótt fjölmarga fyrirlestra um heilsutengd málefni í gegnum árin.

Kristján hefur orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari í Vaxtarrækt og einu sinni Íslandsmeistari í kraftlyftingum. Kristján leggur mikinn metnað í að fylgjast vel með öllu sem gerist í hinum stóra og flókna heimi heilsuiðnaðarins og kemur því til viðskiptavina sinna á sem einfaldastan og skiljanlegastan hátt.

Fjárfestu í heilsunni, hún er það dýrmætasta sem þú átt !!!

Góð ráð

Settu þér „alvöru“ æfingarmarkmið. Ekki segja: „Ég ætla að æfa mikið í þessari viku“ heldur settu þér nákvæm markmið og jafnvel búðu jafnvel til vikuplan.

Fleiri góð ráð