laugardagurinn 1. įgśst

1.08.2012 | Hęgt aš nota omega-3 ķ barįttunni viš aukakķlóin


Nýjar rannsóknir sýna að omega-3 fitusýran DHA takmarkar vöxt fitufruma í mannslíkamanum og að neysla á omega-3 ríkum matvælum eða inntaka á þessum mikilvægu fitusýrum í öðru formi getur stuðlað að því að hlutfall fitu í líkamanum minnki.
Rannsóknin fór fram við háskólann í Georgíu í Bandaríkjunum en á vefsíðunni Kyst.no segir að nýlega hafi komið í ljós að lýsi og önnur omega-3 rík fæða hafi dregið úr vexti fitufruma hjá nagdýrum í rannsóknastofum. Tiltölulega litlir skammtar hafi haft áhrif á þróun fitumyndunar hjá tilraunadýrunum. Því geti inntaka á omega-3 nýst vel í baráttu fólks við aukakílóin. Rannsóknaniðurstöður eru birtar í bandaríska vísindatímaritinu Journal of Nutrition.Panta Einkažjįlfun
Póstlisti