mįnudagurinn 6. jślķ

Prótein, kolvetni, fita og alkohól   

    Orkugjafar líkamanns skiptast í fjóra flokka; kolvetni, prótein, fitu og alkohól. Við nýtum fyrstu þrjá m.a. sem orkugjafa, fyrir uppbyggingu vöðva og beina, vítamín- flutning og til ýmissa annarra lífsnauðsynlegra þátta. Til að ná góðum árangri með matinn er nauðsynlegt fyrir þig að hafa allavega grundvallarþekkingu á þessum flokkum, hvað hvert orkuefni gerir fyrir þig og úr hvaða matvælum þú færð þau.


Kolvetni:
 
    Innihalda 4 kaloríur per gramm og eru helsti orkugjafi líkamans. Kolvetni sjá meðal annars heilafrumunum fyrir orku og vöðvar líkamans kjósa kolvetni sem sinn helsta orkugjafa. Kolvetni skiptast í tvo flokka; einföld kolvetni og flókin kolvetni. Munurinn á einföldum og flóknum kolvetnum er sá að einföld kolvetni valda meiri sveiflum á blóðsykrinum sem getur valdið aukinni fitusöfnun og meiri löngun í feitan mat á meðan Ffókin kolvetni hafa minni áhrif á blóðsykurinn. Ef þú velur sem mest af flóknum kolvetnunum til daglegra þarfa líkamans þá færðu orku sem nýtist þér betur og þú heldur jafnvægi á blóðsykrinum. 
    Kolvetni hafa undanfarin ár fengið á sig slæmt orð sem fitandi matvæli og hafa alls kyns prótein- og fitumegrunarkúrar orðið mjög vinsælir á kostnað kolvetnanna. Raunin er að ef við veljum flókin kolvetni sem orkugjafa og borðum blöndu af þessum þremur næringarefnum fær líkaminn nákvæmlega það sem hann þarfnast. Að sleppa alveg einu eða fleirum af orkuefnunum skapar ójafnvægi á starfsemi líkamans og getur leitt til alls kyns kvilla og óþæginda.

Prótein: 
    Innihalda 4 kaloríur per gramm og eru aðaluppbyggingarefni vöðvanna. Prótein byggja m.a. upp og endurnýja vöðvavefinn, styrkja ónæmiskerfi líkamans og flytja næringarefni inn og út úr frumum. Prótein finnst í þó nokkuð mörgum matvælum og ætti að neyta í öllum máltíðum dagsins til að stuðla að heilbrigðum vöðvamassa. Prótein getur einnig nýst sem orka ef kolvetnaneysla er ekki næg. Athuga verður þó að oftast þegar prótein nýtast svo er það á kostnað vöðvanna.

Fita: 
    Inniheldur 9 kaloríur per gramm og skiptist í mettaða, einómettaða og fjölómettaða. Mettuð fita er svokölluð slæm fita. Hún hækkar kólesteról líkamans og veldur offitu. Einómettuð og fjölómettuð fita er líkamanum lífsnauðsynleg og ætti að finnast á matarlistanum þínum t.d. í formi feits fisks eða jurtaolíu eins og Olys. Ómettaða fitan getur stuðlað að aukinni fitubrennslu, hækkar ekki kólesterólið og verndar innri líffæri gegn hitasveiflum. Vandamál flestra er að fá að fá ekki rétta fitu sem líkaminn getur nýtt, en safnast ekki upp sem umframfita.

Alkohól: 

    Inniheldur 7 kaloríur per gramm, sem setur það í annað sæti á eftir fitu í orku ( fita inniheldur 9 kaloríur hvert gramm ) Fyrir utan það að vera mjög fitandi þá er hérna stutt upptalninga á því hvaða áhrif alkóhól hefur á líkamann. Við ætlumst ekki til að fólk hætti algjörlega að drekka, en að fólk átti sig á að það er mjög erfitt að byggja upp heilsusamlegt líferni og neita áfengis.

  • Veldur vökvatapi sem kemur fram sem mikill þorsti daginn eftir.
  • Með vökvatapinu tapast einnig mikið af steinefnum og líkaminn á erfitt með að nýta vítamín og önnur næringarefni.
  • Veldur því að fita safnast saman í lifrinni og getur mikil neysla haft afar slæm áhrif á lifrina.
  • Er ávanabindandi og virkar eins og eitur í skrokknum.
    Langvarandi drykkja fer illa með hjartað, getur valdið háum blóðþrýstingi og jafnvel getuleysi hjá karlmönnum.

     Hver máltíð sem við borðum yfir daginn á að innihalda kolvetni og prótein, fitan kemur oftast að sjálfum sér því að margar fæðutegundir innihalda einnig fitu. Gott er að minnka neyslu á kartöflum, pasta og hrísgrjónum í seinustu máltíð dagsins og setja inn góðan skammt af grænmeti í staðinn með próteinskammtinum því það er ekki jafn orkumikið svona rétt fyrir svefninn.
   

Panta Einkažjįlfun
Póstlisti