fimmtudagurinn 30. jślķ

Næringar ráð

Að borða hollt er ekki eins flókið né erfitt eins og svo margir halda. Fyrsta reglan er að borða fjölbreyttan mat því orkuefnin og vítamín koma frá svo blönduðum hópi matvæla. Reyndu að ná fimm til sex litlum máltíðum yfir daginn og drekktu nóg vatn. Þetta er í stórum dráttum það sem þú þarft að vita en við skulum samt skoða málið aðeins nánar með þessum punktum.

  1. Minnkaðu fituinntökuna þína. Fita ætti að vera innan við 30% af daglegri kaloríuneyslu okkar. Minnkaðu magnið með því að velja magurt kjöt, borða kjúklinginn á skinnsins, meiri fisk, léttar mjólkurvörur og reyndu helst alveg að sleppa smjöri, osti, mayonesi og djúpsteiktum mat (allavega minnka það).

  2. Minnkaðu mettuðu fituna í mataræðinu þínu. Mettuðu fituna finnurðu helst í dýraafurðum og hún er mjög dugleg við að hækka kólesterólið í blóðinu.
  3. Borðaðu meira af mat með flóknum kolvetnum. Kolvetni ættu að vera u.þ.b. 55% af heildarkaloríudagskammtinum. Flókin kolvetni færðu meðal annars úr ávöxtum og grænmeti, grófu korni og heilhveitiafurðum.
  4. Fyrir utan að hafa lítil áhrif á blóðsykurinn skaffa þessar afurðir líkamanum trefjar og nauðsynleg vítamín og steinefni.
  5. Forðastu of mikinn sykur. Þeir bræður Karíus og Baktus eru ekki þeir einu sem fylgja sykurneyslu, sykraður matur er oft á tíðum líka með mikilli fitu.
  6. Borðaðu fjölbreytt. Þá færðu síður leiða á mataræði þínu og ólíklegra að þú freistist í gamla farið. Það er líka vonlaust að finna fæðu sem uppfyllir alla næringarþörf líkamans.
  7. Takmarkaðu saltið í matnum þínum við 2,400 mg eða rétt rúmlega eina teskeið. Forðastu saltan mat og ekki bæta salti á matinn þinn aukalega.
  8. Finndu jafnvægi á milli þeirra kaloría sem þú neytir og þeirra sem þú brennir.
  9. Ef þú vilt minnka fituforða líkamanns verðurðu annað hvort að hreyfa þig meira eða minnka kaloríurnar í fæðinu.  Athugaðu að þetta tvennt saman er gyllta formúlan.
  10. Borðaðu fimm til sex litlar máltíðar dreifðar með 3 tíma millibili jafnt yfir daginn. Aldrei sleppa morgunverði og aldrei borða þig pakk saddan.

 

Panta Einkažjįlfun
Póstlisti