žrišjudagurinn 4. įgśst

Fyrirtækjamælingar

    
Ein af frumreglum þess að reka gott fyrirtæki er að hámarka afkastagetu starfsmanna þess. Starfsmenn þurfa að vera vinnuglaðir, hraustir og í stakk búnir að sinna krefjandi verkefnum. 
    
    
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem hreyfir sig reglulega getur skilað allt að 25% meiri afköstum en starfsmaður sem stundar ekki reglulbundna hreyfingu. Það þýðir að fyrir hverja krónu sem fyrirtækið setur í að bæta heilsu starfsmanna sinna fær það fimm krónur til baka í formi afkastagetu starfsmanna eða færri fjarvistum starfsmanna.

    Þjálfun.is
býður upp á einstaka þjónustu í formi þess að þjálfari kemur inn á vinnustaðinn og heilsumetur allt starfsfólk fyrirtækisins, það er að segja alla þá sem vilja vera meðvitaðir um heilsufar sitt.  Þjálfarinn sest niður með hverjum og einum og setur honum markmið í hreyfingu og mataræði. Framkvæmdar eru líka fitumælingar, vigtun, blóðþrýstingsmælingar og ummálsmælingar af faglærðum einkaþjálfurum.

    Fá allir þátttakendur reglulega tölvupóst með hagnýtum upplýsingum um þjálfun, mataræði eða annað heilsutengt efni. Mælingarnar eru framkvæmdar á 4 vikna fresti eða eftir samkomulagi hvers hóps fyrir sig.

    Með því að hugsa vel um heilsu starfsmanna þinna ertu að tryggja farsæla framtíð fyrirtækisins og starfsmanna þess. Hér eru nokkur þeirra atriða sem vænta má út úr auknu heilsufari starfsfólki fyrirtækisins.

    1. Afkastageta starfsfólksins eykst.·

    2. Veikindadögum fækkar verulega.· 

    3. Vinnuandinn verður mun betri. · 

    4. Starfsfólk þolir betur vinnuálag.· 

    5. Ímynd fyrirtækisins verður betri. · 

    6. Starfsfólkið verðu ánægðara.

    Kyrrsetustörfum hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum og vandamál eins og hreyfingarleysi, offita, vöðvabólga og of hár blóðþrýstingur eru orðin alltof algeng. Þessari þróun verður að snúa við, eina leiðin til að
gera
það er í gegnum fyrirbyggjandi starf.
    
    
Þjálfun.is veitir starfsfólki þínu þann stuðning sem það þarf og hjálpar því að stíga fyrstu skrefin í átt að heilbrigðum lífsstíl. 


 


Kær kveðja,


thjalfun@thjalfun.is

Panta Einkažjįlfun
Póstlisti