föstudagurinn 28. įgśst

Skyndibiti

    
    
Hver hefur ekki ætlað að hætta að borða skyndibita en hið ótrúlega gerist; maður mætir enn á ný á sukkstaðinn og til í tuskið. Öll fögru loforðin breyta víst litlu og þó maður hafi ALDREI ætlað að fara aftur þá gerist það nú samt. 
    Til að þurfa ekki að standa í þessum sífelldu niðurlægingum og niðurbroti á sjálfum sér er gott að ákveða einn dag í viku sem maður hefur sem NAMMIDAG. En hina dagana borðar maður hollt og gott fæði. Það er staðreynd að flestum finnst erfitt að neita sér um það sem hefur kítlað bragðlaukana gegnum árin. En ef mann langar til þess að beyta um útlit og líða betur í sálartetrinu, þá er til leið til þess.

Hér eru nokkur dæmi um hvernig er hægt er að SUKKA á sem skárstan hátt en fá samt sem áður lönguninni svalað.

  1. Pasta eitt og sér er gott mál og telst vera ágætis orkugjafi, en þegar þú ert búinn að drekkja því í rjóma eða ostasósu eða hreinlega rjómaostasósu ertu búinn að breyta orkuefnaröðuninni stórlega og eru kaloríurnar frá mettaðri fitu allsráðandi. Mun skárri kostur eru tómatsósurnar sem búnar eru til á pastastöðunum, þær geta verið margvíslegar en í flestum tilfellum eru þær alveg fitulausar.
  2. Á kínverskum stöðum skaltu forðast allan þann mat sem er djúpsteiktur og reyna að velja eitthvað sem er í súrsætri sósu heldur en einhverri annarri því hún er fitulaus þó hún innihaldi eitthvað af sykri.
  3. Ef þú pantar pizzu skaltu forðast feitt álegg eins og pepperoni og reyna þess í stað að fá þér meira grænmeti á pizzuna. Einnig er hægt að biðja um minni ost. Ef þú fylgir þessu ráði geturðu verið að minnka fituinnihald pizzunar um allt að 40%. Pizzur eru mjög hitaeiningaríkar ef ekki er farið varlega.
  4. Ef þú ferð á fínni stað skaltu reyna að forðast mjög feitar sósur eins og Bernais eða rjómasósur. Fáðu þér heldur meira grænmeti með steikinni en franskar. Sniðugt er að panta alltaf vatn á borðið þó þú fáir þér rauðvínsglas eða diet gosglas líka með.
  5. Betra er að fá sér tvo kjúklingahamborgara og sódavatn í staðinn fyrir franskarnar og gosið ef hamborgararnir eru hvorki með kokkteilsósu né osti. Ágætis staðgengill ostsins er grænmeti og það er betra að fá sér BBQ sósu í stað kokkteilsósu því hana er hægt að fá FITULAUSA.
  6. Vissirðu að tómatsósa og sinnep blandað saman er rosalega bragðgott og hefur 7 sinnum færri kalóríur en kokteilsósan.

Panta Einkažjįlfun
Póstlisti