mišvikudagurinn 29. jślķ

Algengar spurningar um líkamsrækt


Hvaða æfingar get ég gert til að mjókka mittið og lærin?

Í fyrsta lagi verðum við að benda konum á að þið getið ekki minnkað bein.
Þetta þýðir að ef þú ert með breiða mjaðmagrind getur þú ekkert við því gert.
Þetta þýðir samt ekki að þú getur ekki gert neitt í því hvernig þú lítur út.  Perulagaðan vöxt ( grannur efri hluti og breiður neðri) er hægt að minnka með því að laga hlutföllin milli efri og neðri hluta líkamans þannig að jafnvægi ríki þar á milli.  Þetta gerum við með því að bæta axlavöðvana og bakvöðvana, mittið mjókkar við þetta og áherslan er ekki eins mikil á mjaðmasvæðið. Til þess að þjálfa mjaðmavöðva og rassvöðva eru bestu æfingarnar; framstig, hnébeygja, uppstig á pall og æfing sem gerð er í dragvél eða í tæki sem er sérhannað til að einangra rassvöðvann er einnig góð. Það eru líka sérhæfðari æfingar til fyrir lærin eins og rassvöðvann, það eru fótaréttur og fótabeygjur.  Ef þessar æfingar eru gerðar rétt og reglulega með réttu mataræði er engin hætta á öðru en að líkaminn muni taka miklum breytingum til hins betra.

Vinur minn er í frábæru formi.  Ef ég fylgi hans æfingaráætlun og mataræðiskerfi, verð ég þá á endanum í eins góðu formi og hann?

Í fyrsta lagi erum við öll með okkar eigin vöxt sem er mjög ólíkur milli einstaklinga.

Við getum ekki ætlast til þess að það sem virkar á einn geti virkað á mann sjálfan.  Það er mikilvægt að aðlaga öll æfingakerfi og allar mataræðisupplýsingar að okkar þörfum og markmiðum.  Hornsteinn góðs árangurs í heilsurækt er jafnvægi milli heilsusamlegs mataræðis, þolþjálfunar, styrktarþjálfunar, hvíldar og góðra teygjuæfinga.  Þetta er í raun og veru það sama hjá öllum en þó með einhverjum áherslubreytingum milli einstaklinga.  Ef vinur þinn er með þetta á hreinu er æfingakerfið hans gott og þú getur unnið þitt eigið út frá því.

Hver er besta æfingin fyrir úthaldsþjálfun og fitubrennslu?

Sú æfing sem þér þykir skemmtilegust og þér líður best að gera.  Með þessu hugarfari eru meiri líkur á að þú nennir að stunda þessa æfingu og ef þér líður vel að gera hana þýðir það að þú finnur ekki fyrir neinum álagssjúkdómum.  Það er vitaskuld hægt að gera æfingar sem brenna fleiri kaloríum til dæmis að hlaupa, en þá er orðin meiri hætta á meiðslum og þú getur jafnvel átt í erfiðleikum að finna þitt rétta álag.  Ef þú ert á réttu álagi (réttur hjartsláttur á mínútu) skiptir ekki svo miklu máli hvaða æfing er gerð. Til að auka úthaldið verðum við líka að hafa ákveðnar hraðabreytingar á æfingunni og það er hægt í öllum æfingum.  Gerðu þá æfingu sem þér þykir skemmtilegast að gera og á réttu álagi.

Er þunguðum konum bannað að fara í líkamsækt?

Það er ekki ráðlegt fyrir þungaða konu að vera í hokký eða í bardagaíþróttum með fullri snertingu.  En ef allt er eðlilegt hjá konunni og meðgangan gengur vel er ekkert því til fyrirstöðu að hún stundi líkamsrækt.  Mikilvægt er fyrir konuna að fara eftir því sem læknirinn segir henni og hún sleppir ýmsum æfingum eftir því sem lengra líður á meðgönguna.  Það sem kona ætti að hafa í huga er að vera ekki að byrja í einhverju átaki um leið og hún er þunguð.  Hún ætti frekar að fara út að ganga og laga til í mataræðinu.  Kona sem er vön að æfa og hefur gert það lengi getur alveg haldið áfram á sömu braut eða með litlum breytingum.  Það sem hafa skal í huga er að hlusta á líkaman og leita svara við öllum þeim spurningum sem kunna að vakna á meðgöngunni.  Eftir að barnið er fætt er mælt með að konan fari aftur að æfa og komi sér í eðlilegt form fljótlega, þá er náttúrulega gengið út frá því að allt hafi gengið vel og læknirinn hafi gefið grænt ljós á slíkt.  Þungaðar konur verða að passa sérstaklega að drekka nóg vatn á meðan æfingum stendur eins og reyndar við öll hin líka.

Panta Einkažjįlfun
Póstlisti