laugardagurinn 20. desember

Hleðsla er prótein- og íþróttadrykkur sem inniheldur prótein og kolvetni til hleðslu og hentar m.a. vel fljótlega eftir æfingar eða keppni, eða á milli mála. 
Próteinin í Hleðslu eru eingöngu hágæða mysuprótein (whey prótein) sem unnin eru úr íslenskri mjólk. Mysuprótein eru talin henta sérstaklega vel til vöðvauppbyggingar, auk annarra mikilvægra eiginleika. 
Kolvetnin í Hleðslu koma frá agavesafa (agavesírópi), náttúrulegum mjólkursykri, litlu magni af sterkju og í Hleðslu með jarðarberjum að einhverju leyti kolvetnum úr jarðarberjunum sjálfum.

    Hver dagskammtur í S3 Sportþrennu er afmarkaður og sérmerktur. Dagskammtur samanstendur af 3 töflum (1 fjölvítamíntöflu og 2 L-karnitíntöflum) og einu hylki af omega-3 fitusýrum. S3 Sportþrennu er þægileg leið fyrir þá sem vilja styrkja sig til árangurs og auka getu í íþróttum og líkamsrækt og jafnframt fyrir þá sem vilja auka fitbrennslueiginleika líkamans.

Fjölvítamíntaflan inniheldur ríflega skammta af vítamínum og steinefnum auk króms pikólínats og græns te sem m.a. hafa hlutverki að gegna í orkuframleiðslu og brunagetu líkamans og auk þess sem þau hafa sterka andoxunareiginleika.

L-Karnítín er talið hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu vöðva sem og sérstaka eiginleika til fitubrennslu. Einnig er það talið auka getu líkamans til að nýta orku úr eigin fitubirgðum.

Króm er talið geta dregið úr sætindalöngun og viðhaldið jafnvægi blóðsykurs í líkamanum. Það hefur einnig hlutverki að gegna við uppbyggingu vöðva og getur dregið úr of mikilli fitusöfnun.

Grænt te hefur sterka andoxunareiginleika og því mikilvægt til að vernda líkamann gegn neikvæðum áhrifum frá umhverfi, s.s. mengun og losun frjálsra stakeinda sem átt getur sér stað við miklar líkamsæfingar og við losun fitubirgða þegar efni sem setið hafa í fituvef losna út í líkamann. Því er mikilvægt að auðvelda losun þessara efna og draga um leið úr óæskilegum áhrifum þeirra.

Omega-3 fitusýrur eru í flokki svokallaðra lífsnauðsynlegra fitusýra þar sem líkaminn framleiðir þær ekki sjálfur. Þær eru sérstaklega mikilvægar fyrir þá sem skera niður við sig í fituneyslu og neyta ekki nægilegs magns af feitum fiski.

ATH: Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti skulu ekki taka S3 Sportþrennu án samráðs við lækni. Sykursjúkir ættu ekki að taka fæðubótarefni sem innihalda króm án samráðs við lækni.

Fjölvítamíntafla inniheldur:

Beta Karóten 6.5 mg
Þíamín B1 10 mg
Ríbóflavín B2 15 mg
Níasín B3 25 mg
Pantótenat 100 mg
Pýrídoxín B6 25 mg
Vítamín B12 20 µg
C-vítamín 150 mg
D-vítamín 5 µg
E- vítamín 67 mg
Fólínsýra 200 µg
Sínk 10 mg
Mangan 2 mg
Kopar 1 mg
Bíótín 100 µg
Molybden 50 µg
Joð 50 µg
Selen 50 µg
Kólín 23,8 mg
Inósítól 50 mg
Króm Pikólínat 200 µg
Grænt te 100 mg
Innihald: Vítamín, steinefni, grænt te, króm pikólínat,
bindiefni (E460, E464), maíssterkja, sýrustillar (E551, E554,
E570), maltódextrín, gelatín, sykur, hert jurtafeiti, umbreytt
sterkja, þríglýseríð, þráavarnarefni (E321, E330, E331),
náttúrulegt húðunarefni.

L-Karnitín 500 mg
Innihald: L-karnitín, litarefni (E170), bindiefni (E464, E470b,
E1201, E1202), sterkja, kekkjavarnarefni (E551), rakaefni
(E1505).

Ráðlagður dagskammtur
2 töflur á dag.

Omega-3 1000 mg
Innihald: Lýsi, gelatín, bindiefni (E422), E-vítamín (E306).
EPA 170 mg
DHA 114 mg
E-vítamín 2 mg
Ráðlagður dagskammtur
1 hylki á dag.

Framleiðandi: Lýsi hf.

Panta Einkažjįlfun
Póstlisti