laugardagurinn 1. įgśst

Verð á fyrirtækjamælingum
 

Er það ekki kappsmál hvers fyrirtækis að hámarka afköst starfsmanna til að ná sem bestum árangri með stefnu fyrirtækisins? Til að það sé hægt þurfa starfsmenn og stjórnendur að vera í líkamlegu og andlega góðu ásigkomulagi. Líkamsrækt og gott mataræði er forsendan fyrir líkamlegri vellíðan og þar af leiðandi er líkamsrækt starfsmanna mikilvæg. Við hjálpum fyrirtækjum að halda starfsmönnum sínum í góðu formi og veitum þeim stuðning til að viðhalda sér í vaxandi samkeppni markaðarins.
Ef þessi upptalning er eitthvað sem þig hafið áhuga á að bjóða ykkar fyrirtæki og starfsmönnum þá erum við rétta fólkið.

Hvernig fer fyrirtækjamæling fram?

Þjálfun.is býður upp á einstaka þjónustu í formi þess að faglærður einkaþjálfari kemur inn á vinnustaðinn og heilsumetur allt starfsfólk fyrirtækisins, þ.e.a.s. alla þá sem vilja vera meðvitaðir um heilsufar sitt. Þjálfarinn sest niður með hverjum og einum og setur honum markmið í hreyfingu, mataræði og um hvernig er best að hugsa um heilsufar sitt. Framkvæmdar eru líka fitumælingar, vigtun, blóðþrýstingsmælingar, ef fólk vill, og ummálsmælingar. Á 3-4 vikna fresti fá allir hvetjandi heilsupóst sendan með tölvupósti.
Innifalið í verði er:

- Fitumæling
- Vigtun
- Blóðþrýstingsmæling, ef óskað er
- Ummálsmæling
- Markmiðssetning
- Næringaráðgjöf
- Matardagbók 

    Það geta allir tekið þátt hvort sem fólk er í reglulegri líkamsrækt eða langar að fræðast um þjálfun og heilsu.

    Verð er 1700.- pr. starfsmann fyrir hverja mælingu og ráðgjöf. Þjálfarinn talar við starfsmenn og ákveður tíma til að hitta þá og fara mælingar fram í fyrirtækinu sjálfu, auðvelt og þægilegt fyrir starfsfólk ykkar, nema um annað sé samið. 

    
Þjálfun.is veitir starfsfólki þínu þann stuðning sem það þarf og hjálpar því að stíga  í átt að heilbrigðum lífsstíl.

 


 


Kær kveðja,


thjalfun@thjalfun.is

Panta Einkažjįlfun
Póstlisti