föstudagurinn 28. įgśst

Hvers vegna klikkar fólk á mataræðinu?

 • Ég gleymi alltaf að borða
 • Ég sleppti æfingu af því það kom annað upp á
 • Ég borða alltaf yfir mig um helgar og á hátíðisdögum
 • Ég held að ég drekki ekki nægan vökva
 • Ég borða þegar ég er leið(ur) eða niðurdregin(n)
 • Ég borða á nóttunni
 • Ég borða óhollustu oft rétt fyrir svefninn
 • Ég ræð ekki við mig þegar ég fer að versla

 •     Kannastu við einhverja af þessum afsökunum? Það er eðlilegt að maður noti þær stundum því maður getur jú lent í þeirri aðstöðu að geta ekki æft eða borðað reglulega. Það eru aftur á móti stöðugar afsakanir og feilspor sem gera það að verkum að ekkert gengur hjá okkur. Að sleppa að æfa í marga daga eða detta í óhollt mataræði er það sem gerir það alltaf erfiðara og erfiðara að byrja upp á nýtt.
     
  Góðu fréttirnar eru þær að það er aldrei of seint að breyta og láta drauma sína verða að veruleika, enn ekkert gerist nema að maður byrji og breyti.

  Hérna eru algengar afsakanir sem skemma mikið fyrir manni.
  Ég gleymi alltaf að borða: Skrifaðu niður kvöldið áður klukkan hvað þú ætlar að borða, hvað þú ætlar að borða og undirbúðu síðan allar máltíðir dagsins fyrirfram og þú munt aldrei standa tómhentur mörgum tímum eftir að þú áttir að vera búinn að borða. Láttu jafnvel símann þinn minna þig á að borða á þriggja tíma fresti.
   
  Ég sleppti æfingu því það kom annað upp á: Ef þú sérð fram á að ná ekki fullum klukkutíma í æfingar reyndu þá að komast frá í 20 eða 30 mínútur og taktu stutta en ákafa æfingu ( þær eru ekki minna áhrifaríkar ). Ef þú sérð fram á að geta alls ekki æft allan daginn þá skaltu hugsa enn meira um mataræðið og passa að það klikki ekki líka.  Að geta ekki æft er í lagi í eitt og eitt skipti en ef mataræðið klikkar líka ertu helmingi verr staddur.
   
  Ég borða alltaf yfir mig um helgar og á hátíðisdögum: Að hafa einn nammidag í viku er í góðu lagi og meira að segja bráðnauðsynlegt því án hans myndum við sennilega springa ansi fljótt á mataræðinu, en að byrja nammidag á föstudegi og enda hann seint á sunnudagskvöldi er ekki í lagi. Ef þú hefur einn nammidag og borðar allt sem hugurinn girnist getur það jafnvel haft góð áhrif á efnaskipti líkamans og hann setur brennsluna í botn eftir að hafa fengið svona mikla óvænta orku. En ekki láta hann teygjast yfir alla helgina. Ef þú tókst nammidag á laugardegi og það er nammi eftir á sunnudegi, losaðu þig við það. Hentu því eða vertu góður granni en ekki hafa það heima hjá þér því það skapar bara togstreitu og á endanum samviskubit þegar þú lætur undan freistingunni.
   
  Ég held að ég drekki ekki nægan vökva: Vatn er mikilvægasta næringarefni líkamans. Við töpum u.þ.b. tveimur til þremur lítrum af vatni á dag og þurfum að bæta það upp. Fólk sem hreyfir sig mikið þarf enn meira. Að drekka vatn er beinlínis grennandi því það dregur úr matarlyst og kemur í veg fyrir að við borðum yfir okkur. Fyrir þá sem stunda lyftingar og aðra líkamsrækt er fróðlegt að vita að ef líkaminn tapar aðeins 1% líkamsþyngdarinnar í vökvatap t.d. þegar við svitnum, geta afköst líkamans minnkað um allt að 5 – 10%.
   
  Ég borða þegar ég er leið(ur) eða niðurdregin(n): Maturinn og sérstaklega feitur matur veitir okkur vellíðan og er því alls ekki óalgengt að margir freistist þegar lífið gengur ekki sem best.
  Það sem þú þarft að gera er að finna eitthvað annað sem tengist ekki mat en veitir þér svipaða vellíðan. Það að fara í nudd, stunda uppáhaldsáhugamálið eða það sem ég mæli eindregið með til að hreinsa hugann - taka æfingu getur veitt þér mikla vellíðan og þá sleppurðu líka við að fá samviskubit ofan á aðra vanlíðan.
   
  Ég borða á nóttunni: Ráðið við þessu er einfaldlega að eiga bara hollan mat í eldhúsinu. Ef þú vaknar svangur(svöng) og það eina sem er til er heilsufæða þá borðarðu hana og ekkert annað.
   
  Ég borða óhollustu oft rétt fyrir svefninn: Að borða óhollt rétt fyrir svefninn er ávísun á að allt það sem þú innbyrgðir mun setjast á likamann sem fita. Seinni hluta dags og sérstaklega fyrir svefninn er líkaminn kominn í hvíldarstellingar, þ.e. farinn að hægja á líkamsstarfsseminni, þar með talinni fitubrennslunni, og því er meiri hætta á að maturinn verði nýttur sem fituforði. Þumalputtareglan er sú að seinasta máltíð dagsins ætti ekki að vera mikið seinna en 3 tímum fyrir svefninn og ætti að vera próteinrík en kolvetna- og fitulítil.

  Ég ræð ekki við mig þegar ég fer að versla:
  Að versla aldrei á tóman maga er málið. Vertu alltaf nýbúinn að borða þegar þú verslar því þá er blóðsykurjafnvægi í góðum málum og líkaminn kallar ekki á fituríkan mat, og líklega sparar þú þér stór fé. Þú ættir alltaf að versla fyrir nammidaginn samdægurs ( ég held að það skýri sig sjálft).
  Panta Einkažjįlfun
  Póstlisti