sunnudagurinn 2. įgśst

Um fyrirtækiðÞjálfun.is
sérhæfir si
g í aðstoð við einstaklinga og starfsfólk fyrirtækja sem vilja bæta heilsufar sitt. Við veitum ráðgjöf um allt sem viðkemur bættum lífsstíl og hjálpum fólki að breyta því sem breyta þarf með einföldum ráðu
m til að öðlast bætta heilsu og betra líf. Síðustu tíu ár hefur orðið bylting í heilsuræktargeiranum og hann þroskast og þróast, bæði hér heima og erlendis. Mikið magn upplýsinga er til og ekki er gott fyrir fólk að átta sig á öllu er á borð er borið.

    
Þjálfun.is leggur mikinn metnað í að fylgjast vel með öllu sem gerist í hinum stóra og flókna heimi heilsuiðnaðarins og kemur því til viðskiptavina sinna á sem einfaldastan og skiljanlegastan hátt. Fólk er orðið meðvitað um að hreyfing og hollt líferni eru meginforsendum heilsusamlegs og hamingjuríks lífs.

    
Á síðasta áratug hefur offita aukist hér á landi um það bil 30%. Þess vegna eru Íslendingar farnir að viðurkenna hættuna sem fylgir hreyfingarleysi og óhollu mataræði. Þjóðin er orðin meðvitaðri um heilsu sína og þjónusta og sérfræðiþekking í heilsugeiranum hefur stóraukist, en lengi má gott bæta.

    Við hjá Þjálfun.is erum í fararbroddi og getum veitt þér það nýjasta og besta sem völ er á í heilsurækt og erum samfærð um að þú finnir hjá okkur þjónustu sem þú og þínir getur nýtt sér.
Kær kveðja,

Framkv.stj og eigandi
thjalfun@thjalfun.is

Panta Einkažjįlfun
Póstlisti