Skip to main content

16429400587_740ddcaa91_b Nú hefur hópur vísindamanna þróað tilbúið andoxunarefni sem er sterkara en þau sem hingað til hafa þekkst. Í raun réttri er þetta nýja andoxunarefni (sem enn ekki hefur verið gefið heiti) allt að hundrað sinnum sterkara en E-vítamín, sem er eitt öflugasta andoxunarefnið sem þekkst hefur til þessa.

Eitt öflugasta andoxunarefnið sem þekkst hefur til þessa.

Enn hefur þó einungis verið unnt að sýna fram á ágæti uppfinningarinnar í tilraunaglösum en vísindamenn eru engu að síður farnir að gera tilraunir með efnið á dýrum. Vísindamennirnir gera ráð fyrir að geta framleitt töflur eða duft úr efninu og getum við bundið vonir við að fá heilnæmt andoxunarefni í stórum skömmtum einhvern tímann í framtíðinni.

Heimild: Vanderbilt UniversityAndoxunarefni á borð við E-vítamín eru vinveitt okkur, því þau veita okkur m.a. vörn gegn krabbameini og þessi efni fáum við sem dæmi úr grænmeti.
Ljósmynd: Food Porn frá photopin (license)