Skip to main content
Sykur

Sykur

Sykur: Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að það sé mikilvægara að telja það magn sykurs sem er innbyrt en að telja þær hitaeiningar sem eru innbyrtar.

Niðurstöður rannsóknarinnar um sykur:

Rannsóknin sýndi að á aðeins 9 dögum breyttis heilsufar barna til hins betra ef sykri var skipt út fyrir önnur efni.

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var stýrt af Dr. Robert Lustig hjá Kaliforníuháskóla í San Francisco, tengja sykur við efnaskiptasjúkdóma, sjúkdóma eins og of háan blóðþrýsting, of mikið magn blóðsykurs, mikla magafitu og óeðlilegt magn blóðfitu.

CBC hefur eftir Dr. Peter Lin, sem vann ekki að rannsókninni, að sjúklingar sem þjást af efnaskiptasjúkdómum fái oftar hjartaáfall og heilablóðfall en aðrir og séu líklegri til að deyja ótímabærum dauða. Þess vegna sé sykur eitur í þessum skilningi málsins.

Lin sagði að venjan væri sú að heilbrigðisstarfsfólk hvetji fólk til að léttast með því að bæta mataræði sitt og hreyfa sig meira. Þetta séu góð og gild ráð en niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að fólk geti náð betri árangri á skemmri tíma ef það sker sykurneyslu sína niður.

Í rannsókninni voru áhrif sykurneyslu á 43 börn og ungmenni á aldrinum 9 til 18 ára rannsökuð. Sykur var fjarlægður úr mataræði þeirra en þau voru látin innbyrða sama magn af hitaeiningum. Afleiðingarnar voru þær að blóðþrýstingur barnanna lækkaði, magn blóðfitu minnkaði, lifrin starfaði betur og blóðsykurmagn lækkaði.

Lin benti á að það athyglisverða við rannsóknina væri að hún hefði aðeins staðið yfir í níu daga.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímaritinu Obesity.

Heimild: Pressan.is