Skip to main content

Fyrirtækjamælingar styrkja starfsfólk fyrirtækisins og er það ekki kappsmál að hámarka afköst starfsmanna til að ná sem bestum árangri með stefnu fyrirtækisins?  Til að það sé hægt þurfa starfsmenn og stjórnendur að vera í líkamlegu og andlega góðu ásigkomulagi. Fyrirtækjamælingar er öflug leið að því.

Líkamsrækt, heilsurækt og gott mataræði er forsendan fyrir líkamlegri vellíðan og þar af leiðandi er líkamsrækt starfsmanna mikilvægur þáttur. Við hjálpum fyrirtækjum að halda starfsmönnum sínum í góðu líkamlegu og andlegu formi og veitum þeim stuðning til að viðhalda sér í vaxandi samkeppni markaðarins.

Ef þessi upptalning er eitthvað sem þig hafið áhuga á að bjóða ykkar fyrirtæki og starfsmönnum upp á, þá eru þjálfun.is rétta fólkið að vinna með.

Fyrirtækjamælingar – hvernig fer það fram?

Þjálfun.is býður upp á einstaka þjónustu í formi þess að faglærður einkaþjálfari kemur á vinnustaðinn og framkvæmir líkamsmælingar og vigtun fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þjálfarinn sest niður með hverjum og einum og ráðleggur með markmið í hreyfingu, mataræði og um hvernig best sé að hugsa um heilsufar sitt.

Framkvæmdar eru fitumælingar, vigtun og ummálsmælingar. Á 3-4 vikna fresti fá allir hvetjandi heilsupóst sendan með tölvupósti.

Verð aðeins 2.100 kr. á mann

Senda fyrirspurn

Innifalið

  • Fitumæling
  • Vigtun
  • Ummálsmæling
  • Markmiðssetning
  • Næringaráðgjöf

Það geta allir tekið þátt hvort sem fólk er í reglulegri líkamsrækt eða langar einfaldlega að fræðast um þjálfun og heilsu.

Þjálfarinn

Þetta er hann Kristján, hann ætlar að sjá til þess að þú komist í form. Hann kallar ekki allt ömmu sína þessi. Hann er með 20 ára reynslu að tálga og stæla þjóðina. Hann hefur unnið hörðum höndum þessi ár og ekki hefur veitt af. Ef þú skellir þér í gang í fjarþjálfun hjá Kristjáni þá eru mjög góðar líkur á því að þú gætir grennst eða stælst, eða jafnvel lent í báðu tvennu. Ef þetta er eitthvað sem þú ert tilbúinn í, þá er Kristján rétti þjálfarinn fyrir þig.

Kristján hefur verið tengdur íþróttum alla sína tíð. Kristján  hefur 20 ára starfsreynslu sem einkaþjálfari og heilsuráðgjafi. Síðustu 15 árin hefur hann starfað í Sporthúsinu með frábærum árangri. Hann fékk einkaþjálfunar réttindi hjá hinum virðulega skóla ISSA árið 1998. Hefur hann sótt fjölmarga fyrirlestra um heilsutengd málefni í gegnum árin.

Kristján hefur orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari í Vaxtarrækt og einu sinni Íslandsmeistari í kraftlyftingum. Kristján leggur mikinn metnað í að fylgjast vel með öllu sem gerist í hinum stóra og flókna heimi heilsuiðnaðarins og kemur því til viðskiptavina sinna á sem einfaldastan og skiljanlegastan hátt.

.